logo-for-printing

14.11.2012

Vefútsending og Peningamál

Vefútsending um vaxtaákvörðun og efni fjórða heftis Peningamála í ár hefst klukkan 10:30.

Slóðin fyrir vefútsendinguna er hér:  Vefútsending 14. nóvember 2012 kl. 10:30.

Vefútsendingin sýnir kynningarfund þar sem þar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans munu færa rök fyrir vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Einnig verður efni fjórða heftis Peningamála á árinu kynnt. Sjálf vaxtaákvörðunin var tilkynnt með stuttri tilkynningu klukkan 8:55 í morgun og efni Peningamála var sett á vefinn kl. 9:00.

Eins og fyrr er rétt að gera þann fyrirvara að Seðlabankinn tekur ekki ábyrgð á afleiðingum mögulegra truflana á útsendingu.

Sjá hér fréttina um vaxtaákvörðunina: Frétt nr. 41/2012.

Sjá hér: Fjórða hefti Peningamála 2012.

Til baka