logo-for-printing

04. júlí 2012

Hrein eign lífeyrissjóða

Hrein eign lífeyrissjóða nam 2.241 ma.kr. í lok maí 2012. Hrein eign hafði þar með hækkað um tæpa 4 ma.kr. frá apríl eða um 0,2%.

Innlend verðbréfaeign lífeyrissjóða hækkaði um 17,7 ma.kr. og nam 1.633 milljörðum króna. Þar af hækkuðu skuldabréf útgefin Ríkissjóði Íslands um 13,4 ma.kr. milli mánaða og íbúðabréf um 4 ma.kr. Erlend verðbréfaeign lækkaði hins vegar um 16,2 ma.kr. frá apríl og nam 499 milljörðum í lok maí. Þar af lækkaði eign í erlendum hlutabréfasjóðum um 13,8 ma.kr. og erlend hlutabréf um 1,8 ma.kr. Af öðrum breytingum má nefna að skuld vegna afleiðusamninga lækkaði um 7,7 ma.kr. í mánuðinum og innlán lífeyrissjóða lækkuðu um tæpa 2 ma.kr. Þá lækkuðu aðrar eignir lífeyrissjóða um 3,3 ma.kr. í maí.

Sjá nánar: Lífeyrissjóðir

Aðrar nýjar fréttir: Gjaldeyrismarkaður í júní 2012     Raungengi krónunnar í júní 2012

Til baka