logo-for-printing

22. júní 2012

Efnahagsyfirlit bankakerfisins

Í dag voru birtar upplýsingar um efnahag bankakerfisins. Þar kemur fram að heildareignir innlánsstofnana hafi numið 2.943 milljörðum króna í lok maí og hafi lækkað um 17,3 ma.kr. í mánuðinum eða um 0,6%. Innlendar eignir námu 2.556 milljörðum króna og lækkuðu um 29,8 ma.kr. eða 1,2% frá fyrra mánuði.

Erlendar eignir námu 386 milljörðum króna í lok maí og hækkuðu um 12,5 ma.kr. frá fyrra mánuði eða 3,3%. Í lok maí námu heildarskuldir innlánsstofnana 2.480 milljörðum króna og lækkuðu um 20,5 ma.kr frá fyrra mánuði eða um 0,8%. Þar af voru innlendar skuldir 2.339 ma.kr. en erlendar skuldir 141 ma.kr. Lækkun skulda innlánsstofnana var nær öll í erlendum skuldum en innlán erlendra aðila í innlánsstofnunum lækkuðu um tæpan 21 ma.kr. í maí. Eigið fé innlánsstofnana nam tæpum 463 ma.kr. í lok maí og jókst um 3,1 ma.kr. frá fyrra mánuði.

Sjá nánar: Efnahagsyfirlit bankakerfis
Til baka