logo-for-printing

08.11.2011

Gengisstefna auðugra smáríkja (Nýtt!: Kynningarskjal með erindi hefur verið birt)

Málstofa um gengisstefnu auðugra smáríkja var haldin í Seðlabankanum 8. nóvember kl. 15:00. Frummælandi var Francis Breedon, prófessor í hagfræði við Queen Mary háskólann í Lundúnarháskóla.

Breedon fjallaði um efnið út frá ritgerð með sama nafni sem kom í rannsóknarritgerðaröð Seðlabanka Íslands í júní sl. sem hann er höfundur að ásamt Þórarni G. Péturssyni, aðalhagfræðingi Seðlabankans og Andrew K. Rose, prófessor við Berkely háskólann í Bandaríkjunum. Í ritgerðinni er litið til reynslu smáríkja af mismunandi gengisstefnu. Vegna þess að kostnaður við að reka sjálfstæða peningastefnu er hlutfallslega hár velja smáríki yfirleitt einhvers konar fastgengi. Takmarkaður ábati virðist fylgja sveigjanlegu gengi fyrir þessi ríki en því fylgja auknar gengissveiflur en lítill munur virðist á sveiflum í öðrum mikilvægum efnahagsstærðum. Harðri fastgengisstefnu virðist því ekki fylgja auknar hagsveiflur fyrir þessi ríki.

Sjá yfirlit yfir málstofur Seðlabankans: Málstofur

Sjá hér kynningarskjal sem Francis Breedon notaði á málstofunni:
Exchange Rate Policy in Small Rich Economies.pdf

Til baka