logo-for-printing

10. október 2011

Nýjar tölur um lífeyrissjóði

Hrein eign lífeyrissjóða var 2.019 ma.kr. í lok ágúst sl. Eign lífeyrissjóðanna lækkaði um 24 ma.kr. frá júlí sl. en lækkunina má að mestu leyti rekja til lækkunar á erlendri verðbréfaeign sjóðanna í kjölfar umróts á erlendum fjármálamörkuðum.

Erlend verðbréfaeign sjóðanna var 454 ma.kr. í lok ágúst en þá hafði hún lækkað um 35 ma.kr. eða 7% frá lok júlí. Erlendar eignir sjóðanna eru gerðar upp í íslenskum krónum og því hefur ekki verið tekið tillit til gengisáhrifa.

Sjá nánar: Lífeyrissjóðir.

Til baka