logo-for-printing

25.09.2011

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2011

Ársfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 23. september sl. og fundur fjárhagsnefndar sjóðsins fór fram 24. september.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri sótti fundina, en hann er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra fylgdust einnig með fundunum og þeir ásamt seðlabankastjóra áttu margvíslega fundi um málefni Íslands með yfirstjórnendum og starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá fluttu fjármálaráðherra og seðlabankastjóri erindi á ráðstefnu fjárfestingabankans JP Morgan í dag, sunnudaginn 25. september. Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda var flutt af Stefan Ingves seðlabankastjóra í Svíþjóð. Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni seðlabankastjóri Danmerkur, Nils Bernstein. Ársfundarræða og yfirlýsing kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS eru birtar í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má nálgast hér að neðan.

Í ályktun fjárhagsnefndar AGS kemur fram að miklar blikur séu á lofti í alþjóðahagkerfinu sem nauðsynlegt sé að taka á af festu og það krefjist öflugra aðgerða af hálfu AGS og aðildarríkjanna.

Sjá nánar:

Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2011 (Communiqué of the Twenty-Fourth Meeting of the IMFC  - Collective Action for Global Recovery )

Ársfundarræða kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja 2011 (Stefan Ingves seðlabankastjóri í Svíþjóð)

Yfirlýsing kjördæmis Norðurlandi og Eystrasaltsríkja 2011 (Nils Bernstein seðlabankastjóri í Danmörku)

 

Til baka