logo-for-printing

26. ágúst 2011

Sjötta og síðasta endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS samþykkt - Efnahagsáætluninni lokið

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC samþykkti í dag sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS. Þar með er lokið þeirri efnahagsáætlun sem gerð var í samvinnu við sjóðinn og hleypt af stokkunum í nóvember 2008.

Þessi afgreiðsla framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að lokaáfangi lánafyrirgreiðslu sjóðsins er til reiðu, eða 280 milljónir SDR. Það jafngildir um 51 milljarði íslenskra króna, en áður hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitt lán sem nemur 1120 milljónum SDR, sem er jafnvirði um 200 milljarða króna.

Alls nemur lánafyrirgreiðsla AGS 1,4 milljörðum SDR samkvæmt áætluninni, sem er jafnvirði um 257 milljarða króna. Til viðbótar við lánafyrirgreiðslu AGS hafa Norðurlönd og Pólland lánað um 150 milljarða króna í tengslum við áætlunina og veita auk þess lántökurétt sem nemur samtals um 160 milljörðum króna.

Sjá fréttatilkynningu frá forsætisráðuneyti: Fréttatilkynning 26.8.2011

Viðbót: Sjá einnig tilkynningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: IMF Press Release no. 11/316 26 August 2011 (pdf)

Til baka