logo-for-printing

22. ágúst 2011

Góð aðsókn var í Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns á Menningarnótt

Aðsókn í Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns sem var opið á Menningarnótt frá klukkan 14 til 17 var mjög góð. Röð hafði myndast fyrir utan Seðlabankann þegar húsið var opnað og var stöðugur straumur áhugasamra gesta allan tímann. Rúnar Þórisson lék klassísk lög á gítar fyrir mannskapinn og boðið var upp á léttar veitingar. Meðfylgjandi myndir eru teknar í Seðlabankanum á laugardaginn.

Safnanótt
Fjöldi fólks lagði leið sína í Seðlabankann á Menningarnótt til að skoða muni í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns.
Þar var jafnframt sýningin OPINBER MYND af Jóni Sigurðssyni forseta.

Safnanótt
Kynslóðir mættu í Seðlabankann á laugardag til að fræðast í Myntsafninu.

Már Guðmundsson og Rúnar Þórisson
Hér má sjá Má Guðmundsson seðlabankastjóra á tali við Rúnar Þórisson gítarleikara

Þess má svo geta að fjölmargir starfsmenn Seðlabankans hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu. Þar af hljóp einn heilt maraþon og var það Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri.

Til baka