logo-for-printing

28. júní 2011

Niðurstaða gjaldeyrisútboðs

Hinn 16. júní 2011 bauðst Seðlabanki Íslands til að kaupa evrur gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboðið, sem fór fram á milli kl. 10:00-11:00 í dag, er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

Alls bárust tilboð að fjárhæð 71.800.000 evrur. Tilboðum var tekið fyrir 61.740.000 evrur. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru boðin aðalmiðlurum á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 210,00 kr. fyrir hverja evru. Sem greiðslu fyrir gjaldeyrinn fá kaupendur afhent verðtryggð ríkisverðbréf. Að nafnverði seldust því 12.965.400.000 kr. í verðtryggða ríkisverðbréfaflokknum RIKS 30 0701. Tilboðum sem voru undir útboðsverði var tekið að fullu, en tilboð sem voru jafnhá útboðsverði voru samþykkt hlutfallslega miðað við hlutfallið 80,0%.

Nánari upplýsingar veitir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri í síma 569-9600.

Nr. 18/2011
28. júní 2011


Til baka