logo-for-printing

10.06.2011

Laust starf í Seðlabanka Íslands

Laust starf sérfræðings í starfsmanna- og launamálum á rekstrarsviði Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á rekstrarsviði bankans. Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika á fastráðningu. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík.
Rekstrarsvið er fjölmennasta svið bankans. Sviðið annast rekstur og umsýslu eigna og lausafjármuna bankans, öryggismál, innkaup, gerð rekstraráætlana og útgjaldaeftirlit. Sviðið annast einnig starfsmannahald bankans og launamál og undir það heyra ýmis viðfangsefni sem lúta að innanhússþjónustu, s.s. umbrot og skjalahald.

Helstu verkefni:
• Umsjón með launavinnslu bankans og dótturfélaga
• Þáttaka í ráðningarferlum og nýliðun
• Umsjón með starfslýsingum, starfsmannasamtölum, starfsánægjukönnunum o.fl.
• Skýrslugerð um starfsmannamál
• Utanumhald starfsmannaupplýsinga
• Utanumhald um stefnur í starfsmannamálum

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er skilyrði
• Reynsla og þekking á kjara- og starfsmannamálum er skilyrði
• Þekking af Oracle mannauðs- og launakerfi er kostur
• Færni í Excel og framsetningu á rituðu efni
• Traust, trúnaður og færni í mannlegum samskiptum eru lykilatriði í fari þess starfsmanns sem ráðinn verður
• Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
• Frumkvæði, nákvæmni og metnaður til að ná árangri í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta H. Bragadóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, í síma 569-9600.

Sótt skal um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is, í síðasta lagi sunnudaginn 26. júní næstkomandi. Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Hægt er að sækja um starfið hér

Til baka