logo-for-printing

07. júní 2011

Niðurstaða gjaldeyrisútboðs

Hinn 23. maí 2011 bauðst Seðlabanki Íslands til að kaupa krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðið fór fram kl. 11:00 í dag og er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð miðast við þau gengi sem lögð voru inn. Alls bárust tilboð að fjárhæð 61.134.000.000 kr. Tilboðum var tekið fyrir 13.367.000.000 kr. og var lágmarksverð samþykktra tilboða 215,00 kr. fyrir evru og var meðalverð samþykktra tilboða 218,89 kr. fyrir evru.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 5699600.

Nr. 15/2011
7. júní 2011

Til baka