logo-for-printing

17. maí 2011

Matsfyrirtækið Standard og Poor's staðfestir óbreytta lánshæfiseinkunn

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn fyrir skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands í erlendum gjaldeyri. Einkunn fyrir innlendar skuldbindingar var lækkuð í BBB-/A-3. Samkvæmt fréttatilkynningu fyrirtækisins eru matshorfur áfram neikvæðar, en einkunnir ríkissjóðs hafa nú verið teknar af athugunarlista.

Hér fara á eftir nokkur atriði úr tilkynningu frá Standard og Poor's í lauslegri þýðingu:

• Að mati fyrirtækisins hefur dregið úr hættu á að Ríkissjóður Íslands lendi í vandræðum vegna erlendrar lánsfjármögnunar. Af þeim sökum hefur Standard og Poor‘s ákveðið að staðfesta BBB-/A-3 einkunn ríkissjóðs.

• Að mati fyrirtækisins hefði ríkissjóður minna svigrúm til fjármögnunar innanlands ef gjaldeyrishafta nyti ekki við. Standard og Poor's hefur ákveðið að lækka einkunn ríkissjóðs fyrir innlendar skuldbindingar í BBB- úr BBB.

• Fyrirtækið hefur ákveðið að færa einkunnir fyrir erlendar- og innlendar skuldbindingar ríkissjóðs af athugunarlista með neikvæðum horfum. Matshorfurnar verða hins vegar áfram neikvæðar og endurspegla hættu á að efnahagsbati og skuldalækkun ríkissjóðs verði ekki sem skyldi.

Fréttatilkynningu fyrirtækisins má nálgast hér:

Republic of Iceland FC Ratings Affirmed on Nordic Support; LC ratings Lowered To BBB- / A-3; Outlook Negative.pdf

Til baka