logo-for-printing

01. apríl 2011

Laust starf í Seðlabanka Íslands

Umsjónarmaður bifreiða og fasteigna Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða öflugan og traustan einstakling til starfa á rekstrarsviði bankans. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfstöð í Reykjavík.

Rekstrarsvið er fjölmennasta svið bankans. Sviðið annast rekstur og umsýslu eigna og lausafjármuna bankans, öryggismál, innkaup, gerð rekstraráætlana og útgjaldaeftirlit. Sviðið annast einnig starfsmannahald bankans og launamál og undir það heyra ýmis viðfangsefni sem lúta að innanhússþjónustu, s.s. umbrot og skjalahald.

Helstu verkefni umsjónarmanns bifreiða og fasteigna:

Umsjón með rekstri og viðhaldi bifreiða
Akstursþjónusta
Umsjón með rekstri og viðhaldi fasteigna bankans
Minniháttar viðhaldsverkefni og verkefnastýring stærri viðhaldsverkefna
Verkefnastýring húsnæðisbreytinga

Menntunar- og hæfniskröfur:

Framhaldsmenntun og reynsla sem nýtist í starfi á sviði reksturs og viðhalds fasteigna
Almenn ökuréttindi
Krafist er ríkrar þjónustulundar, trausts og trúnaðar
Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi
Færni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásta H. Bragadóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, í síma 569-9600.

Sótt skal um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is, í síðasta lagi sunnudaginn 17. apríl næstkomandi. Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Til baka