logo-for-printing

04. mars 2011

Seðlabankastjóri á opnum nefndarfundi Alþingis

Már Guðmundsson seðlabankastjóri verður á opnum fundi þriggja nefnda Alþingis í dag kl. 10:00. Þá halda efnahags- og skattanefnd, fjárlaganefnd og viðskiptanefnd fund um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Á fundinum munu seðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, og Rannveig Sigurðardóttir, ritari peningastefnunefndar, gera grein fyrir störfum peningastefnunefndar undangengið ár og svara fyrirspurnum.

Þessi opni fundur er liður í reglulegri upplýsingagjöf Seðlabankans til Alþingis, en samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands skal Alþingi tvisvar á ári gerð grein fyrir störfum peningastefnunefndar.

Þessi opni fundur verður haldinn í húsnæði nefndarsviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir.

Fundurinn verður jafnframt aðgengilegur í beinni útsendingu á vef Alþingis.

Sjá hér tengla fyrir beinar útsendingar frá Alþingi

Sjá hér skýrslur peningastefnunefndar til Alþingis: 

Skýrslur peningastefnunefndar til Alþingis

Til baka