logo-for-printing

01. febrúar 2011

Ritari seðlabankastjóra

Seðlabanki Íslands auglýsir eftir vel menntuðum einstaklingi með þekkingu, frumkvæði og áhuga á að starfa sem ritari seðlabankastjóra. Í boði er spennandi starf með fjölbreytilegum viðfangsefnum og möguleika á frekari þróun í starfi.

Starfslýsing
Í starfinu felst að aðstoða seðlabankastjóra í daglegum störfum og við úrlausn verkefna. Þar með telst m.a. að hafa umsjón með skipulagðri dagskrá hans og eftirlit með úrlausn erinda sem honum berast. Einnig að hafa umsjón með skjalamálum seðlabankastjóra og hafa með höndum eftirfylgni verkefna sem hann hefur úthlutað. Starfinu fylgir móttaka gesta og fjölbreytt samskipti við innlenda sem erlenda aðila ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Hæfniskröfur
Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi háskólapróf, eða sambærilega menntun, og starfsreynslu sem nýtist í starfi ásamt mjög góðri kunnáttu í íslensku og ensku auk þess sem færni í einu Norðurlandamáli er kostur. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og yfirsýn auk færni í mannlegum samskiptum.

Nánari upplýsingar veita Sturla Jóhann Hreinsson (sturla@hagvangur.is) og Elísabet Sverrisdóttir (elisabet@hagvangur.is). Umsóknarfrestur er til og með 13. febrúar nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is


 

Til baka