logo-for-printing

19. nóvember 2010

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 12/2010

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. desember 2010 verða vextir sem hér segir:

• Vextir af óverðtryggðum lánum lækka úr 6,30% í 5,75%.
• Vextir verðtryggðra lána lækka úr 4,80% í 4,70%.
• Vextir af skaðabótakröfum lækka úr 4,20% í 3,85%.

Grunnur dráttarvaxta lækkaði um 0,75% við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands hinn 3. nóvember sl. og því lækka dráttarvextir úr 13,25% í 12,50% fyrir tímabilið 1. - 31. desember 2010.

Sjá nánar:

Tilkynning um dráttarvexti og fl. 12/2010 (pdf)

Til baka