logo-for-printing

15. nóvember 2010

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands 2. til 14. nóvember 2010

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Julie Kozack lauk í gær tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við íslensk stjórnvöld um fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sendinefndin átti gagnlega fundi með stjórnvöldum, þingmönnum, háskólasamfélaginu, fulltrúum einkageirans og aðilum vinnumarkaðarins. Viðræður munu halda áfram á næstu vikum í því augnamiði að endurskoðun efnahagsáætlunarinnar verði tekin fyrir hjá stjórn sjóðsins í lok árs 2010 eða við upphaf árs 2011.

Sjá einnig frétt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
Frétt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 14. nóvember 2010 (PDF-skjal)

Sjá hér fréttina á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
http://www.imf.org/external/np/sec/pr/2010/pr10431.htm

Sjá ennfremur upplýsingar um Ísland á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
http://www.imf.org/external/country/isl/index.htm

Til baka