logo-for-printing

12. október 2010

Málstofa um langlífi og hagkvæmustu ráðstöfun á milli kynslóða í dag kl. 15:00

Í dag kl. 15:00 verður haldin málstofa í fundarsal Seðlabanka Íslands, Sölvhóli. Frummælandi er dr. Marías H. Gestsson, hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabankans og ber erindi hans heitið „Langlífi og hagkvæmasta ráðstöfun á milli kynslóða“.

Ágrip:
Spár gefa til kynna aukið langlífi í framtíðinni. Þetta leiðir af sér að hlutfall fólks á eftirlaunum og vinnandi fólks hækkar að öðru óbreyttu sem ógnar sjálfbærni í fjármálum hins opinbera. Auknu langlífi fylgja því mikilvægar spurningar fyrir hagstjórn er varða skattheimtu af vinnandi einstaklingum, tilfærslur til einstaklinga á eftirlaunum og eftirlaunaaldur. Á að hækka skatta, lækka eftirlaun eða hækka eftirlaunaaldur? Á að nota sambland af þessu? Margar tillögur hafa komið fram í umræðunni. Sumar mæla með sparnaði í nútíð til að mæta auknum útgjöldum í framtíðinni á meðan aðrar mæla með tengingu eftirlaunaaldurs við langlífi. Á þessari málstofu verða kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem leitast er við að svara þessum spurningum.

Til baka