logo-for-printing

20.09.2010

Moody's telur nýlegan dóm Hæstaréttar um gengisbundin lán draga úr óvissu

Fyrirsögn á áliti Moody's er eftirfarandi:

Moody‘s: Nýlegur dómur Hæstaréttar um gengisbundin lán dregur úr óvissu en hefur engin áhrif á lánshæfismat

Í inngangi álitsins segir m.a., í lauslegri þýðingu:

„Hæstiréttur Íslands hefur kveðið upp nýjan dóm tengdan gengisbundnum bílalánum. Nýi dómurinn kveður á um að vextir á gengisbundnum bílalánum, sem Hæstiréttur hafði áður dæmt ólögleg, skuli vera í samræmi við innlenda vexti sem birtir eru af Seðlabankanum. Moody‘s telur að ríkisstjórnin muni brátt kynna lagafrumvarp sem skýrir frekar til hvaða annarra lána dómur Hæstaréttar eigi að taka. Dómurinn og væntanlegar frekari skýringar eru mikilvægt og jákvætt skref í átt að því að draga töluvert úr óvissu um getu bankakerfisins til að fást við yfirfærslu lána í innlenda mynt.“

Hér er álit Moody's sem var birt í dag:

Moody's_Comment 20 Sep 2010.pdf

Til baka