logo-for-printing

10. september 2010

Málstofa um peningastefnu Seðlabankans í aðdraganda hrunsins

Málshefjandi er Ásgeir Daníelsson og ber erindi hans titilinn: „Vextir og gengi þegar peningastefnan er á verðbólgumarkmiði - Peningastefna Seðlabankans í aðdraganda hrunsins.“

Sjá kynningarefni sem notað var í fyrirlestrinum hér

 

Útdráttur: Fjallað er um tiltekna þætti í peningastefnu Seðlabanka Íslands á þenslutímunum fyrir hrun. Fullyrðingar málsmetandi hagfræðinga um að vextir hafi verið of háir og aukið þensluna í gegnum auðsáhrif frá háu gengi krónunnar eru gagnrýndar. Fjallað er um kenningar um áhrif vaxta á gengi og fjallað um þróun vaxtamunar, áhættuálaga og gengis og þessar kenningar bornar saman við gögn um þessar stærðir. Sýnt er fram á að væntingar og trúverðugleiki hafa mikil áhrif á gengi mynta og bent á að erfitt er að ákvarða hvor þessara þátta olli gengishækkunum á þenslutímanum. Stýrivextir Seðlabankans eru bornir saman við stýrivexti sem gefnir eru af einföldum reiknireglum, sk. Taylor-reglum, til að meta hvort þeir hafi verið hæfilegir með tilliti til verðbólgu og framleiðsluspennu. Farið er ýtarlega yfir þá miklu eftirspurnarskelli sem dundu á íslenska hagkerfinu á árunum 2003-2007: einkavæðing bankanna, stóriðjufjárfestingar á Austurlandi, kerfisbreytingar á húsnæðismarkaði og stórsókn bankanna inná þann markað og gífurleg auðsáhrif af hækkun eignaverðs, einkum verðs á hlutabréfum í bönkunum.

 

Til baka