logo-for-printing

09. ágúst 2010

Lögfræðiálit og gengistryggð lán

Seðlabanki Íslands birtir hér lögfræðiálit um heimildir til gengistryggingar sem hann fékk lögfræðistofuna LEX til að vinna í byrjun maí 2009. Jafnframt er hér birt minnisblað aðallögfræðings Seðlabankans af sama tilefni. Ákvörðun um að óska eftir lögfræðiálitinu var tekin vegna fyrirætlunar um að heimila innlendum lögaðilum að taka lán í íslenskum krónum, sem endurgreidd yrðu í erlendum gjaldeyri, í ný gjaldeyrisskapandi verkefni, en einnig var hafin opinber umræða um lögmæti gengistryggðra lána, sbr. umfjöllun Ríkissjónvarpsins 5. maí 2009. Rétt er að undirstrika að álit LEX fól ekki í sér neina skoðun á útlánasöfnum bankanna. Í því var engin afstaða tekin til þess hvort hin svokölluðu „myntkörfulán“ eða aðrar einstakar tegundir lánssamninga bankanna teldust vera erlend lán eða ekki.

Sjá hér minnisblað aðallögfræðings Seðlabanka Íslands og minnisblað lögmannsstofunnar LEX:

Minnisblað aðallögfræðings Seðlabanka Íslands.pdf

Minnisblað LEX lögmannsstofu.pdf

 

Til baka