logo-for-printing

16. júní 2010

Ríkissjóður býðst til að leysa til sín skuldabréf í erlendri mynt

Birt hefur verið tilkynning þess efnis að Ríkissjóður Íslands bjóðist til þess að leysa til sín skuldabréf sem gefin voru út í evrum og eru með gjalddaga árin 2011 og 2012.

Í tilkynningunni kemur fram að ríkissjóður sé tilbúinn til að kaupa skuldabréf ríkisins í evrum fyrir allt að 300 milljónir evra. Fram kemur að um svæðisbundnar takmarkanir er að ræða hvað þátttöku varðar.

Nánari upplýsingar verða veittar að útboði loknu.

Sjá nánar í tilkynningu:

Announcement_of_Invitation.pdf 

Til baka