logo-for-printing

25. maí 2010

Málstofa í Seðlabanka Íslands

Málstofa verður haldin í Seðlabanka Íslands kl. 15:00 í dag um svokallað DSGE-líkan fyrir hagkerfið á Íslandi. Frummælandi er Martin Seneca, hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands.

Erindi Martins verður á ensku.

DSGE stendur fyrir „dynamic stochastic general equilibrium“ og mætti því þýða heiti líkansins lauslega sem kvikt, tilviljanakennt, almennt jafnvægislíkan (eða kvikt, almennt jafnvægislíkan með óvissu).

Málstofan verður haldin í Sölvhóli, fundarsal Seðlabanka Íslands. Gengið er inn frá Arnarhóli - og hefst málstofan klukkan 15:00 eins og áður kom fram.

Ágrip:

This seminar presents a dynamic stochastic general equilibrium (DSGE) model developed at the Central Bank of Iceland.
The model is estimated on Icelandic data using a Bayesian approach and is to be used for policy analysis at the Central Bank.

Til baka