logo-for-printing

23. apríl 2010

Moody's breytir horfum á lánshæfismati Íslands aftur í stöðugar

Matsfyrirtækið Moody's breytti í dag horfum á lánshæfismati Ríkissjóðs Íslands, Baa3 á erlendum og innlendum langtímaskuldbindingum, í stöðugar úr neikvæðum. Horfum fyrir lánshæfisþak erlendra skuldbindinga var einnig breytt í stöðugar úr neikvæðum. Lánshæfiseinkunn fyrir skammtímaskuldbindingar ríkissjóðs er P-3. Breytingin á horfum á rætur sínar að rekja til bættrar erlendrar lausafjárstöðu Ríkissjóðs Íslands vegna endurnýjunar fjármögnunar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ríkisstjórnum Norðurlanda.

Fréttatilkynningu Moody's má sjá hér:

Fréttatilkynning Moody's 23.04.2010 (pdf)

Skýrsla Moody's um Ísland er hér:

Moody's Skýrsla apríl 2010 (pdf)

Til baka