logo-for-printing

09. mars 2010

Málstofa Seðlabankans, í dag þriðjudaginn 9. mars kl. 15:00 í fundarsal bankans, Sölvhóli.

Málshefjandi er Gunnar Gunnarsson, hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabankans.
Erindi hans ber heitið „Precautionary saving and timing of transfers“.

Ágrip:

Skiptir tímasetning bótagreiðslna máli? Ef bótagreiðslur eru tekjutengdar er svarið jákvætt. Með því að greiða bætur um leið og réttur til þeirra vaknar í stað þess að greiða þær með töf veitir heimilum betri vörn gegn neikvæðri tekjuþróun, sérstaklega fyrir tekjulág heimili. Heimili eru áhættufælin og reyna af þeim sökum að leggja til hliðar sparnað til að jafna út sveiflur í einkaneyslu. Staðgreiðsla bótagreiðslna hjálpar heimilum að jafna út sveiflur og hefur hún því þau áhrif að heimilin draga úr varúðarsparnaði sínum. Þegar aðeins tímasetningu bótagreiðslna er breytt eru áhrifin sáralítil hvert ár en þá er til þess að horfa að hagkerfið leitar í nýtt jafnvægi á yfir 50 ára tímabili og á þeim tíma safnast áhrifin upp. Þegar nýtt jafnvægi hefur myndast er fjármagnsstofninn 0,65% minni en ella. Einkaneysla er jafnframt 0,25% minni og vinnustundir eru 0,70% færri. Þar sem velferð er fall af auði þá er heildarvelferð 0,25% lægri í hinu nýja jafnvægi.
Til baka