logo-for-printing

17. desember 2009

Laust starf í Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á fjárhagssviði bankans. Leitað er að vel menntuðum einstaklingi með frumkvæði og áhuga á þeim verkefnum sem unnin eru á sviðinu. Fjárhagssviðið hefur umsjón með færslu bókhalds Seðlabankans auk þess að sinna allri bakvinnslu bankans, þ.m.t. umsjón með SWIFT-færslum og greiðslum fyrir bankann, ríkissjóð og ríkisfyrirtæki ásamt öðrum verkefnum sem því er falið.

Helstu verkefni:

•Skýrslugerð og upplýsingavinnsla.
•Ábyrgð á fjárhag, bókhaldi og uppgjörum.
•Samskipti við endurskoðendur og fjármálastofnanir.
•Að skipuleggja og stýra upplýsingastreymi úr bókhaldskerfi bankans, til þeirra sem á þurfa að halda.
•Að taka þátt í mótun og hafa umsjón með þróun verkefna sviðsins.
•Að taka þátt í samstarfi seðlabanka á þessu sviði.
•Að sinna öðrum tilfallandi verkefnum sem óskað er eftir af yfirstjórn bankans.
Menntunar- og hæfniskröfur

•Háskólapróf, framhaldsmenntun á sviði reikningsskila.
•Hæfni til að leiðbeina og stýra verkefnum.
•Starfsreynsla í fjármálageiranum er æskileg.
•Reynsla af notkun bókhaldskerfa.
•Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og góð samskiptahæfni.
•Mjög gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti. Færni í einu Norðurlandamáli er kostur.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Hannesdóttir, framkvæmdarstjóri fjárhagssviðs, í síma 569 9600. Umsóknum skal skilað fyrir 11. janúar 2010 til rekstrarstjóra Seðlabanka Íslands.

Til baka