logo-for-printing

10. desember 2009

Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta vöxtum bankans sem hér segir: Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka um 0,5 prósentur í 8,5%. Seðlabankinn mun áfram efna til útboða á innstæðubréfum til 28 daga með 9,75% hámarksvöxtum, en í því felst 0,5 prósentna lækkun hámarksvaxta innstæðubréfa. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða lækkaðir um 1 prósentu í 10% og daglánavextir um 1,5 prósentu í 11,5%.


Nr. 37/2009 
10. desember 2009

 

Vefútsending þar sem færð verða rök fyrir vaxtaákvörðuninni hefst kl. 11. 

Til baka