logo-for-printing

27. nóvember 2009

Tvær nýjar rannsóknarritgerðir í ritröðinni Central Bank of Iceland Working Papers

Út eru komnar tvær nýjar rannsóknarritgerðir í ritröð bankans. Ritgerðin „Survey evidence on customer markets“ eftir Ali Choudhary, Þorlák Karlsson og Gylfa Zoega, fjallar um skoðanakönnun sem náði til 884 íslenskra fyrirtækja um mikilvægi viðskiptavina. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að fyrirtækin telji viðskiptavini sína mjög verðmæta. Aðeins starfsmenn eru taldir meira virði en viðskiptavinir. Fyrirtækin telja mikilvægara að halda góðum tengslum við viðskiptavini sína með góðri þjónustu og auglýsingum frekar en að lækka verðið.

Ritgerðin „Employment and asset prices“ eftir Gylfa Zoega fjallar um tengsl verðs á eignum (hlutabréfum og íbúðum) við atvinnuleysi í löndum sem eru aðilar að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Niðurstaðan er að þessi tengsl geti skýrt langtímaþróun atvinnuleysis í þessum löndum í samræmi við kenningar Edmund Phelps og fleiri.

Sjá ritgerðir í ritröðinni Central Bank of Iceland Working Papers hér:

Working Papers

Til baka