logo-for-printing

04. júní 2009

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi 2009

Á vef Seðlabanka Íslands hafa nú verið birt bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2009 og um stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins.

Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 49,4 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi sem er talsvert minni halli en á síðustu fjórðungum á undan. Rúmlega 14 ma.kr. afgangur var í vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd en rétt yfir 59 ma.kr. halli þáttatekna og 2,6 ma.kr. halli á þjónustuviðskiptum skýrir óhagstæðan viðskiptajöfnuð.

Halla á þáttatekjum á fyrsta ársfjórðungi má að langmestu leyti rekja til hárra vaxtagjalda innlendra aðila erlendis. Sá hluti þessara vaxtagjalda sem rekja má til gömlu bankanna eru ógreidd og mynda því ekki raunverulegt greiðsluflæði frá landinu.

Sjá fréttina í heild (pdf-skjal):
Fréttin í heild með töflum (.pdf)

Nr. 18/2009
4. júní 2009

Til baka