logo-for-printing

11. febrúar 2009

Nýtt vefrit Seðlabanka Íslands

Nýtt vefrit Seðlabanka Íslands hefur nú hafið göngu sína og fyrsta tölublaðið hefur verið birt hér á vef bankans. Í ritinu eru birtar höfundamerktar greinar sem áður voru birtar í Peningamálum. Með þessum birtingarmáta er hægt að koma efni greinanna fyrr á framfæri.

Greinin Verðtrygging og peningastefna eftir Ásgeir Daníelsson er fyrsta greinin sem birtist í nýju vefriti Seðlabanka Íslands Efnahagsmálum. Birtingu höfundamerktra greina í Peningamálum hefur verið hætt en þær verða þess í stað birtar í vefritinu Efnahagsmálum jafnóðum og þær eru tilbúnar. Greinarnar verða síðan teknar saman í prentuðu formi í lok hvers árs.

Sjá grein Ásgeirs Daníelssonar, Verðtrygging og peningastefna.

Sjá ritið Efnahagsmál.

Til baka