logo-for-printing

26. nóvember 2008

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 5/2008

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. desember 2008 breytast vextir óverðtryggðra lána úr 15,0% í 21,0% og skaðabótavextir verða 14,0% en voru áður 10,0%. Vextir eru því eftirfarandi: Óverðtryggð lán 21,0% skaðabótakröfur 14,0%og verðtryggð lán 5,9%.

Samkvæmt 6. gr. í kafla nr. III um dráttarvexti í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, geta dráttarvextir breyst 1. janúar og 1. júlí ár hvert og gilda þeir vextir næstu sex mánuði þar á eftir. Dráttarvextir eru 26,5% til og með 31. desember 2008. Grunnur dráttarvaxta er 15,5% og vanefndaálag í 11,0%.

Tilkynningin í heild (pdf-skjal) 

Til baka