logo-for-printing

24. nóvember 2008

Lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands lækkuð í BBB- vegna vaxandi skuldabyrði

Í dag lækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor's lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB- úr BBB vegna vaxandi skuldabyrði hins opinbera.

Mat Standard & Poor's á skipti- og breytanleika (e. transfer and convertibility assessment) landsins var einnig lækkað í BBB- úr A- vegna þeirra takmarkana sem settar voru á fjármagnsviðskipti og að einhverju leyti á vöruviðskipti í október. Á sama tíma staðfesti Standard & Poor’s lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs BBB+/A-2 fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar í innlendri mynt og einkunnina A-3 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt. Horfurnar eru áfram neikvæðar.

Fréttatilkynningu Standard & Poor's má nálgast hér:

Standard & Poor's 241108.pdf

 

Til baka