logo-for-printing

14. nóvember 2008

Árétting um greiðslumiðlun í gegnum Seðlabanka Íslands

Svo sem öllum er kunnugt tekur miðlun greiðslna á milli Íslands og annarra landa oft lengri tíma en áður en vandræði bankanna dundu yfir í október. Þó hefur miðlunin að mörgu leyti lagast síðustu vikur. Mikilvægt er að fullnægjandi skýringar fylgi greiðslufyrirmælum til þess að koma í veg fyrir að greiðslur tefjist.

Greiðslur sem sendar eru til Íslands gegnum Seðlabanka Íslands eru lagðar inn á reikninga Seðlabankans erlendis. Það kemur fyrir að engar skýringar fylgja, þ.e. að fjárhæðin birtist bara á yfirliti frá erlenda bankanum og engar upplýsingar berast um hver endanlegur móttakandi er. Þá þarf að kalla eftir nánari upplýsingum. Seðlabankinn afgreiðir samdægurs til viðskiptabankanna allar greiðslur sem berast með fullnægjandi upplýsingum.

Til að auka líkur á því að upplýsingarnar berist í tíma þurfa greiðendur að biðja sinn banka um að senda greiðsluna sem „International customer transfer“.

Til baka