logo-for-printing

03. nóvember 2008

Greiðari greiðslumiðlun til og frá Bretlandi

Greiðslumiðlun til og frá Bretlandi gengur nú mun betur en áður. Hafa ber þó áfram í huga að greiðslur taka almennt lengri tíma að berast en áður en vandkvæðin komu upp fyrir um mánuði síðan.

Varðandi þær greiðslur sem berast í gegnum Seðlabanka Íslands þarf að huga sérstaklega að því að til að greiðslur til Íslands berist örugglega þarf greiðandinn í Bretlandi að vera með rétt greiðslufyrirmæli og fara fram á að greitt sé í gegnum reikning Seðlabanka Íslands (The Central Bank of Iceland) hjá National Westminster Bank. Ef nefnd eru nöfn þeirra lánastofnana sem lent hafa í sérstökum erfiðleikum getur það tafið eða hindrað greiðslu.

Greiðslufyrirmæli í hinum ýmsu myntum má finna hér:

Sjá greiðslufyrirmæli frá 30.10.08

Sjá nánar:

Staða greiðslumiðlunar í landinu og milli landa

Til baka