logo-for-printing

16. október 2008

Greiðslur til íslenskra banka

Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem eru í bankastarfsemi þessa dagana höfum við ástæðu til að ætla að greiðslur sem eiga að koma frá erlendum aðilum til íslenskra banka séu stöðvaðar á leiðinni.

Ef erlendir aðilar telja að óvissa ríki um að greiðslur skili sér til réttra aðila, eða óttast að þeir skapi sér ábyrgð vegna þess að greiðslur skili sér ekki, hefur Seðlabanki Íslands lýst því yfir við erlendar lánastofnanir að hann tryggi að allar greiðslur sem bankar sendi um reikninga Seðlabankans á reikninga innlendra lánastofnana muni skila sér til eigenda reikninga í viðkomandi lánastofnunum.

Til baka