logo-for-printing

15. október 2008

Bráðabirgðafyrirkomulag gjaldeyrisviðskipta

Seðlabanki Íslands hefur komist að samkomulagi við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði og nokkur önnur fjármálafyrirtæki um eftirfarandi atriði varðandi bráðabirgðafyrirkomulag gjaldeyrisviðskipta til að styðja við viðskipti á milli landa.

Gjaldeyrisviðskiptin verða í samræmi við tilmæli Seðlabankans um temprun gjaldeyrisútflæðis. Fyrirkomulag gjaldeyrisviðskipta verður með þeim hætti að daglega verður haldið uppboð sem veita mun vísbendingu um gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum myntum. Gengið í uppboðinu mun ráðast af framboði og eftirspurn gjaldeyris.

Til baka