logo-for-printing

13. október 2008

Gjaldeyrisviðskipti

Á meðan viðskiptabankarnir þrír eru að hefja starfsemi eftir þær breytingar sem átt hafa sér stað á eignarhaldi þeirra hafa orðið tafir á gjaldeyrisviðskiptum. Hnökrarnir hafa þó farið minnkandi.

Landsbankinn hefur hafið starfsemi undir merkjum nýs eiganda og hann sinnti hluta gjaldeyrisviðskipta í dag. Þegar formbreytingu annarra viðskiptabanka er lokið hefja þeir einnig gjaldeyrisviðskipti. Tilmæli frá Seðlabanka Íslands frá því síðastliðinn föstudag um temprun viðskipta eru enn í gildi. Árétta ber að tilmælin eru leiðbeinandi. Áfram er unnið að því að koma gjaldeyrisviðskiptum í rétt horf í samstarfi Seðlabanka Íslands og annarra fjármálastofnana.

Til baka