logo-for-printing

02. október 2008

Aukið framboð innstæðubréfa

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að selja innstæðubréf í flokki SI 09 0325 (ISIN IS0000018596) og geta fjármálafyrirtæki keypt þau að eigin frumkvæði hvenær sem er frá og með 3. október 2008.

Seðlabankinn mun áfram greiða vexti af flokknum vikulega á viðskiptadögum bankans og einnig má innleysa bréfin á þeim dögum.

Innstæðubréfin eru rafræn, framseljanleg og hæf til uppgjörs og vörslu í Clearstream.

Nánari upplýsingar veitir Gerður Ísberg staðgengill framkvæmdastjóra alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

 

32/2008
2. október 2008

Til baka