logo-for-printing

19. júní 2008

Útgáfa ríkisbréfa og innstæðubréfa

Í dag tilkynnti ríkisstjórnin viðbótarútgáfu ríkisbréfa á innlendum markaði á grundvelli heimildar sem samþykkt var á Alþingi fyrir þinghlé í lok maí. Gefin verða út ríkisbréf í flokkum RIKB 08 1212, RIKB 09 0612 og RIKB 10 0317 fyrir samtals allt að 75 milljörðum króna. Nánari upplýsingar um útgáfuna verða birtar á næstu dögum.

Þá hefur bankastjórn Seðlabanka Íslands ákveðið að útgáfu innstæðubréfa verði fram haldið þegar bréfin sem bankinn gaf út í mars sl. falla í gjalddaga í september n.k. Ákvarðanir um útgáfu innstæðubréfa á næsta ári verða teknar með hliðsjón af skilyrðum á markaði þegar þar að kemur.

Nánari upplýsingar veitir Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabankans í síma 569-9600.

Nr. 22/2008
19. júní 2008

Til baka