logo-for-printing

01. apríl 2008

Lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs, Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar til athugunar

Í dag gaf alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's út tilkynningu um lánshæfi íslenska ríkisins. Hún fylgir hér með í lauslegri þýðingu:

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur til athugunar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt (A+) og íslenskum krónum (AA) með neikvæðum vísbendingum. Á sama tíma voru lánshæfiseinkunnir fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt (A-1) og íslenskum krónum (A-1+) staðfestar ásamt AA+ mati þeirra á skipti- og breytanleika (e. transfer and convertibility assessment) ríkissjóðs.

Jafnframt hefur matsfyrirtækið Standard & Poor's til athugunar lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs og Landsvirkjunar fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt (A+) og íslenskum krónum (AA-) með neikvæðum vísbendingum. Lánshæfiseinkunnir fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt (A-1) og íslenskum krónum (A-1+) voru staðfestar.

Það að lánshæfiseinkunnirnar séu til athugunar endurspeglar mat Standard & Poor's um skort á upplýsingum um hvernig íslensk stjórnvöld ætla að takast á við aukin efnahagsleg viðfangsefni. Þessi viðfangsefni koma að mestu til vegna þrýstings í tengslum við lánsfjármögnun Íslands í erlendum gjaldmiðli sem gæti leitt til beins opinbers stuðnings við þrjá stærstu bankana; Glitni (A-/Watch Neg/A-2), Landsbanka Íslands (hefur ekki lánshæfiseinkunn hjá S&P), og Kaupþing Banka (hefur ekki lánshæfiseinkunn hjá S&P). Standard & Poor's stefnir að því að ljúka við athugun á einkunnum Ríkissjóðs Íslands og hinna tveggja opinberu aðilanna á næstu tveimur vikum.

Nánari upplýsingar veitir Sturla Pálsson framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.

Nr. 13/2008

1. apríl 2008

 

Til baka