logo-for-printing

04. mars 2008

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins 2007

Í dag verða birt á heimasíðu Seðlabanka Íslands bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2007 og stöðu þjóðarbúsins í árslok 2007.

Viðskiptahalli var 91 ma.kr. á síðasta fjórðungi ársins samanborið við 29 ma.kr. á þriðja ársfjórðungi. Meginskýring lakari viðskiptajafnaðar er að jöfnuður þáttatekna versnaði um 68 ma.kr. Það skýrist af talsverðum samdrætti í ávöxtun hlutafjár, að mestu í formi neikvæðrar endurfjárfestingar, en á móti vega hærri vaxtatekjur af skuldabréfum. Á gjaldahlið vega hærri vaxtagjöld nokkurn veginn upp minni ávöxtun erlendra aðila af hlutabréfum.

Viðskiptahalli á síðasta ári var um 200 ma.kr. en árið 2006 mældist hann 296 ma.kr. Batann má að stórum hluta til rekja til minni vöruskiptahalla, en hann var um 88 ma.kr. samanborið við 156,5 ma.kr. halla árið 2006.

Samkvæmt bráðabirgðatölum hefur viðskiptahalli liðins árs verið 15,8% af vergri landsframleiðslu (25,5% árið 2006) en í síðustu þjóðhagsspá Seðlabankans var áætlað að hann yrði 18%.

 

Nánari upplýsingar veitir Tómas Örn Kristinsson framkvæmdastjóri Upplýsingasviðs bankans í síma 569-9600.

Sjá fréttina í heild sem pdf-skjal.

Nr. 7/2008
4. mars 2008

Til baka