logo-for-printing

04. desember 2007

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á 3. ársfjórðungi 2007

Í dag verða birt á heimasíðu Seðlabanka Íslands bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2007 og stöðu þjóðarbúsins í lok september.

Viðskiptahalli var 31 ma.kr. á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 48,5 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi. Meginskýring á þessum bata er viðsnúningur á jöfnuði þáttatekna um 16,5 ma.kr. Á gjaldahlið jafnaðarins varð lækkun um 20,5 ma.kr. Munar þar mestu að engar arðgreiðslur til erlendra aðila voru skráðar á fjórðungnum en þær höfðu verið nær 20 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi, enda falla þær jafnan til á þeim fjórðungi. Endurfjárfesting var 10 ma.kr. minni en á öðrum ársfjórðungi. Hins vegar jukust önnur vaxtagjöld.

Tekjur voru 4 ma.kr. minni en á öðrum ársfjórðungi sem skýrist einkum af því að engar arðgreiðslur til innlendra aðila voru skráðar á fjórðungnum samanborið við rúma 13 ma.kr. á öðrum ársfjórðungi. Á móti kom að hækkun varð á endurfjárfestingu og öðrum vaxtatekjum.

Fréttin í heild með töflu (pdf-skjal)

Nr. 22/2007
4. desember 2007

Til baka