logo-for-printing

29. nóvember 2007

Laust starf: Netstjóri á upplýsingasviði Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf netstjóra á upplýsingasviði bankans. Upplýsingasvið annast öflun, skráningu og úrvinnslu tölfræðilegra gagna sem Seðlabankinn safnar vegna starfsemi sinnar og rekur jafnframt tölvukerfi bankans og gagnagrunna. Sviðið skiptist í fjórar deildir, þ.e. upplýsingatækni, rekstur og viðhald á Fame-gagnagrunni bankans, gagnasöfnun og skráningu, úrvinnslu gagna og miðlun.


Lausa starfið er í upplýsingatæknideild sem
annast þróun, rekstur og viðhald á tölvukerfi og hugbúnaði bankans.


Starfssvið netstjóra:

·         Umsjón, þróun og daglegur rekstur á tölvuneti bankans og tengdum búnaði

·         Samskipti við ytri þjónustuaðila

·         Innleiðing nýrra kerfa, kennsla og notendaaðstoð


Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Háskólapróf í tölvunarfræði eða sambærileg menntun er kostur

·         Reynsla af kerfisstjórnun í Microsoft-umhverfi – MCSA, MCSE eða sambærileg gráða er kostur

·         Þekking á Cisco-búnaði – CCNA gráða er kostur

·         Þekking á verkefnastjórnun

·         Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi

·         Færni í mannlegum samskiptum


Seðlabankinn leitar að starfsmanni með metnað, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og áhuga á að takast á við krefjandi verkefni. Bankinn býður upp á mjög gott starfsumhverfi og góða möguleika á endurmenntun/símenntun.


Nánari upplýsingar um störfin veitir Arnar Freyr Guðmundsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar, í síma 569-9600. Umsóknum skal skilað fyrir 20. desember 2007 til rekstrarstjóra Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Netfang: ingvar.a.sigfusson@sedlabanki.is

Til baka