logo-for-printing

19. október 2007

Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fjármálakerfið á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum

Í dag, föstudaginn 19. október, birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á heimasíðu sinni (www.imf.org) skýrslu um fjármálakerfið á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Hún heitir Financial Integration in the Nordic-Baltic Region, Challenges for Financial Policies. Sérfræðingar sjóðsins hafa unnið að samningu hennar frá því á fyrri hluta árs 2006 og hún var rædd í framkvæmdastjórn hans í júní sl. Í henni er lýst uppbyggingu, umfangi og tengslum fjármálafyrirtækja sem starfa innan þessara landa og fjallað um fjármálastöðugleika og samvinnu sem snýr að viðbúnaði gegn fjármálalegum áföllum.

Til baka