logo-for-printing

03. júlí 2007

Nýjar upplýsingar um rannsóknir, þjóðhagslíkan og ráðstefnur

Nú eru aðgengilegar upplýsingar á nýju svæði á vef Seðlabanka Íslands um þær rannsóknir sem átt hafa sér stað í tengslum við starfsemi bankans, auk þess sem sérstök grein er gerð fyrir því þjóðhagslíkani sem bankinn notar.

Þá er birt yfirlit yfir greinar, ráðstefnur og málstofur sem bankinn á þátt að. Leitast er við að gera efni fyrirlestra og greina sem aðgengilegast.

Sérstök áhersla er lögð á kynningu á þjóðhagslíkani bankans. Undanfarin ár hefur nýtt ársfjórðungslegt þjóðhagslíkan (QMM) verið í þróun innan bankans. Líkanið var tekið í notkun árið 2006 og er megintæki bankans við spágerð og almenna greiningu á efnahagshorfum og við hagstjórnartilraunir. QMM er nú hægt að nálgast á heimasíðu bankans. Þar má finna nýjustu útgáfu af handbók þess, síðustu útgefnu handbók, ársfjórðungslegan gagnagrunn líkansins og líkanaskrár. Líkanið og gagnagrunnur eru aðgengileg til notkunar, en notendur eru vinsamlegast beðnir um að geta heimilda við notkun.

 

Til baka