logo-for-printing

16. apríl 2007

Auglýst er eftir hagfræðingi til starfa

Hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands

16. apríl 2007

Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf hagfræðings á hagfræðisviði. Hagfræðisvið annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Hagfræðisvið hefur m.a. umsjón með útgáfu Peningamála og ensku útgáfu þess Monetary Bulletin.

Verkefni hagfræðingsins verða m.a.:

Að fylgjast með framvindu efnahagsmála, greina gögn og skrifa um niðurstöður.

Tilfallandi rannsóknarverkefni og ráðgjöf á sviði þjóðhagfræði.

Þátttaka í öðrum verkefnum hagfræðisviðs eftir atvikum.

Áskilið er a.m.k. meistarapróf í þjóðhagfræði og lögð er áhersla á að umsækjandi hafi þekkingu og áhuga á efnahagsmálum. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku, og hæfileika til að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt. Auk þekkingar á hefðbundnum hugbúnaði væri það kostur ef umsækjandi hefði góða þekkingu á notkun hugbúnaðar til tölfræðigreiningar og hagmælinga. Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika og vera reiðubúinn til hópvinnu af ýmsu tagi.

Upplýsingar um starfið veitir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur, í síma 569­9600. Umsóknum skal skilað fyrir 8. maí 2007 til rekstrarstjóra Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. 

Til baka