logo-for-printing

06. mars 2007

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á fjórða ársfjórðungi 2006

Í dag verða birt á heimasíðu Seðlabanka Íslands bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2006 og þar með árinu í heild og um stöðu þjóðarbúsins í lok árs 2006.

Viðskiptajöfnuður var óhagstæður um 91 ma.kr. á síðasta ársfjórðungi 2006. Á árinu 2006 í heild var hann óhagstæður um 305,4 ma.kr. samanborið við 164,8 ma.kr. árið áður. Halli var á öllum liðum viðskiptajafnaðar, vöru, þjónustu, þáttatekna og rekstrarframlaga, hvort sem litið er til fjórða ársfjórðungs eða ársins í heild. Þáttateknahallinn jókst mest á árinu, en gjöld meira en tvöfölduðust frá fyrra ári. Stærsta hluta þeirra má rekja til aukinna vaxtagjalda. Einnig veldur mikill hagnaður innlendra fyrirtækja í eigu erlendra aðila töluverðu þar um, því hann er færður til gjalda í jöfnuði þáttatekna og endurfjárfestur á sama tíma í fyrirtækjunum og færist þá sem bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi.

Hreint fjárinnstreymi nam 405,7 ma.kr. á árinu. Brúttóinnstreymi fjár nam 1.796 ma.kr. og brúttóútstreymi 1.390 ma.kr. Beinar erlendar fjárfestingar hér á landi námu 226 ma.kr. og beinar fjárfestingar Íslendinga í útlöndum 293 ma.kr. Að öðru leyti skýrist inn- og útstreymi fjár að verulegu leyti af lánahreyfingum íslenskra fjármálafyrirtækja.

Fréttin í heild með töflu (pdf-skjal)

Nr. 4/2007 
6. mars 2007 

Til baka