logo-for-printing

15.12.2006

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 12/2006.

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. Frá og með 1. janúar 2007 hækka vextir óverðtryggðra lána um 0,5%, vextir af skaðabótakröfum hækka um 0,4% en vextir verðtryggðra lána haldast óbreyttir frá síðustu vaxtaákvörðun sem tók gildi 1. desember. Vextir eru því eftirfarandi: óverðtryggð lán 16,0%, skaðabótakröfur 10,7% og verðtryggð lán 4,85%.

Samkvæmt 6. gr. í kafla nr. III um dráttarvexti í lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, skulu dráttarvextir breytast 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Að þessu sinni hækka dráttarvextir um 1,5% og verða því 25,0% til og með 30. júní 2007.

Tilkynningin í heild 

Til baka