logo-for-printing

21.11.2006

Standard & Poor´s gaf nýrri skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands í evrum einkunnina AA-

Í dag gaf lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor´s nýrri skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs Íslands í evrum með gjalddaga í desember 2011 lánshæfiseinkunnina AA-. Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt eru AA- og í íslenskum krónum AA+. Einkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum er A-1+. Horfur eru neikvæðar. Þessi útgáfa er fyrsta útgáfa ríkissjóðs Íslands í evrum í viðmiðunarstærð (e. benchmark). Allri lánsupphæðinni verður varið til að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands. 

 Sjá hér fréttatilkynningu Standard & Poor´s

 

Til baka