logo-for-printing

14. nóvember 2006

Matsfyrirtækið Fitch Ratings birtir árlega skýrslu sína um Ísland

Matsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- (les: AA mínus) og AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Ennfremur var staðfest einkunnin F1+ (les: F1 plús) fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og landseinkunnin (e. country Ceiling ratings) AA. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, samanber tilkynningu Fitch Ratings 21. febrúar og 9. nóvember sl.

Hér að neðan má nálgast skýrslu Fitch Ratings:

Skýrsla Fitch Ratings (pdf-180 KB)
Til baka